Fréttir

28.10.2021

Starfsmenn Verkfræðistofunnar Afl og Orku leystu þrautina Gleðibankann eins og ekkert væri

Með frábærri teymisvinnu komumst við út úr herberginu okkar á 41 mín. Fengum enga aðstoð og erum því í hópi þeirra 1% sem leysa þrautir sem þessa á innan við klukkustund án þess að fá nokkrar vísbendingar.

18.10.2021

Orri Davíðsson hefur verið ráðinn sem rafmagnstæknifræðingur til Verkfræðistofunnar Afl og Orku ehf.

Verkfræðistofan Afl og orka, hefur ráðið Orra Davíðsson sem rafmagnstæknifræðing til starfa. Orri útskrifaðist sem rafmagnstæknifræðingur Bsc. frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019 en hafði áður lokið sveinsprófi í rafvirkjun frá sama skóla árið 2015 og hefur starfað sem rafvirki.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að fá til liðs við okkur vel menntaðan ungan mann og bindum við vonir við að hann eigi eftir að verða lykilstarfsmaður stofunnar í framtíðinni.“ segir Erla Björk Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri Afl og Orku ehf.“

Anna Lilja Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem starfsnemi til Verkfræðistofunnar Afl og Orku ehf.

Anna Lilja Sigurðardóttir

Verkfræðistofan Afl og orka, hefur ráðið Önnu Lilju Sigurðardóttur sem starfsnema, en hún hefur lokið Bsc. í hátækniverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er á sínu öðru ári í námi í raforkuverkfræði við sama háskóla.

Anna Lilja mun sinna starfsnámi sem metið verður til eininga í Háskólanum í Reykjavík og stefnir hún að því að ljúka námi Msc. í raforkuverkfræði næsta vor.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að fá til liðs við okkur vel menntaða unga konu og bindum við vonir við að hún eigi eftir að verða lykilstarfsmaður stofunnar í framtíðinni.“ segir Erla Björk Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri Afl og Orku ehf.

Rafmagnsverkfræðingur/rafmagnstæknifræðingur

Við erum að vaxa. Vilt þú leggja okkur lið?

Verkfræðistofan Afl og Orka (VAO) óskar eftir að ráða til sín öflugan rafmagnsverkfræðing eða rafmagnstæknifræðing.

Stofan er rótgróin og sinnir hönnun og ráðgjöf á sviði háspennu, raflagna, lýsingatækni, iðntölvustýringa ofl.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Menntun á sviði rafmagnsverkfræði eða rafmagnstæknifræði
  • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur
  • Jákvætt viðhorf og vilji til að vinna í teymisvinnu
  • Þekking á AutoCAD og/eða Revit er stór plús

Stofan er í glænýju húsnæði að Hringhellu 9a í Hafnarfirði og þangað viljum við laða að okkur hæfileikaríkt starfsfólk. Stofan býður upp á mörg tækifæri í nánu samstarfi við Rafal ehf. móðurfélag VAO.

VAO er ákjósanlegur vinnustaður fyrir öll kyn og viljum við byggja upp fjölbreyttan starfshóp og vinnustað þar sem allir fá að njóta sín.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Erla Björk Þorgeirsdóttir framkvæmdastýra VAO.

https://jobs.50skills.com/rafal/is/9762

Ólafur Birgisson hefur verið ráðinn til Verkfræðistofunnar Afl og Orku ehf.

Ólafur Birgisson

Verkfræðistofan Afl og orka, hefur ráðið Ólaf Birgisson tæknifræðing til stofunnar en hann hefur rekið eigið fyrirtæki Isdata ehf. síðan 2015. Hann hefur einnig starfað hjá RARIK og öðrum verkfræðistofum.

Hann býr yfir víðtækri reynslu í hönnun á stjórnkerfum, raflögnum og afldreifingu, auk þess sem hann býr yfir starfsreynslu á sviði sjálfvirkni í iðnaði, forritun, prófunum og uppkeyrslu á hugbúnaði fyrir iðntölvur og skjákerfi.

Ólafur útskrifaðist sem tæknistúdent frá Tækniskóla Íslands árið 1985 og lauk sama ár sveinsprófi í rafvirkjun. Árið 1988 varð hann rafvirkjameistari og lauk síðan prófi í rafmagnstæknifræði frá Århus Teknikum, Danmörku.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að fá til liðs við okkur mann sem býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu. Það er trú okkar að Ólafur muni verða lykilmaður í því að byggja upp stofuna.“ segir Erla Björk Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri Afl og Orku ehf.

6. janúar 2021

VAO leitar að nýjum starfsmanni

https://jobs.50skills.com/rafal/is/6151

29. desember 2020

Starfsfólk VAO óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs sem vonandi ber með sér betri tíð með blóm í haga.

23. desember 2020

8. desember 2020

Erla Björk stýrir Afli og orku

VAO, Verkfræðistofan Afl og orka, hefur ráðið Erlu Björk Þorgeirsdóttur sem framkvæmdarstjóra, en áður starfaði Erla meðal annars fyrir Orkustofnun og verkfræðistofuna Mannvit.

VAO hefur ráðið Erlu Björk sem framkvæmdarstjóra en áður starfaði Erla sem verkefnastjóri Orkustofnunar. Hjá Orkustofnun sinnti Erla margvíslegri stjórnsýslu og ráðgjöf í tengslum við orkumál bæði varðandi flutningskerfi- og dreifiveitur, auk leyfisveitinga og eftirlits vegna raforkuframleiðslu og rannsókna.

Erla hefur setið í nefndum og stjórnum, stýrt ráðstefnu og haldið erindi og fundi um orkumál, bæði hérlendis og erlendis. Hún starfaði áður á verkfræðistofunni Mannvit sem hét áður Rafhönnun, þar sem hún vann meðal annars að kerfisgreiningum fyrir Landsnet og ráðgjöf vegna endurbóta og uppbyggingar í flutningskerfinu.

Erla lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1985, Rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands 1989 og prófi sem Civilingeniør/MSc rafmagnsverkfræðingur frá Danmarks Tekniske Universitet árið 1991.

„Við erum í virkilega ánægð með að fá sterkan stjórnanda í hópinn okkar og teljum að gríðarleg reynsla og þekking Erlu muni verða lyftistöng fyrir bæði Verkfræðistofuna Afl og Orku og Rafal ehf. móðurfélag VAO,“ segir Valdimar Kristjónsson, stjórnarformaður VAO og framkvæmdastjóri Rafal.