Verkfræðistofan Afl og Orka
Við höfum flutt í glænýtt húsnæði að Hringhellu í Hafnarfirði eftir rúm 30 ár á sama stað í Reykjavík.
Verkfræðistofan Afl og Orka er alhliða ráðgjafaverkfræðiþjónusta sem starfar á öllum sviðum raforkugeirans.
Meðal helstu viðfangsefna okkar eru:
Liðavernd (hönnun, eftirlit, mælingar og stillingar).
Háspenna (KKS-kóðun, hönnun tengivirkja og eftirlit, skammhlaups – og aflflæðigreiningar)
Raflagnir (almenn hönnun, lýsingarhönnun, eftirlit)
Iðntölvustýringar (hönnun, uppsetningar, forritun).
Hjá fyrirtækinu starfa verkfræðingar og tæknifræðingar með mikla reynslu og yfirgripsmikla þekkingu á raforkukerfum á Íslandi.